Garðabær Niðurgreiðslur
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Garðabæ hjá dagforeldrum
Bæjarráð Garðabæjar samþykkir að greiða mánaðarlega í ellefu mánuði á ári fjárhæð vegna dvalar barna úr Garðabæ hjá dagforeldrum. Skilyrði fyrir greiðslu er:
- Að hlutaðeigandi barn hafi náð 10 mánaða aldri og eigi lögheimili í Garðabæ.
- Að viðkomandi dagforeldri hafi starfsleyfi samkvæmt reglugerð um daggæslu í heimahúsum.
- Að barn sé slysatryggt.Að fyrir liggi þjónustusamningur milli dagforeldris, foreldra og leikskólafulltrúa Garðabæjar.
Ef að foreldrar eiga ekki rétt á fullu fæðingarorlofi geta þeir sótt um greiðslu þegar barn nær 6 mánaða aldri.
A Mánaðarleg greiðsla skal miða við dvalartíma barns að hámarki með eftirfarandi hætti.
Almenn niðurgreiðsla frá Garðabæ: | Hámarksgjald hjá dagforeldrum samkvæmt þjónustusamningi: | |
Fyrir 4 stunda vistun | 48.291 kr. | 75.569 kr. |
Fyrir 5 stunda vistun | 60.781 kr. | 92.651 kr. |
Fyrir 6 stunda vistun | 72.055 kr. | 108.517 kr. |
Fyrir 7 stunda vistun | 85.183 kr. | 126.237 kr. |
Fyrir 8 stunda vistun | 96.590 kr. | 142.236 kr. |
Fyrir 8,5 stunda vistun | 102.625 kr. | 152.863 kr. |
Fyrir 9,0 stunda vistun | 108.660 kr. | 163.490 kr. |
Ef um hálfrar stundar vistun er að ræða greiðast kr. 6.036 fyrir hverja hálfa stund.
B Niðurgreiðsla til einstæðra foreldra og foreldra sem eru í fullu námi.
Almenn niðurgreiðsla frá Garðabæ: | Hámarksgjald hjá dagforeldrum samkvæmt þjónustusamningi: | |
Fyrir 4 stunda vistun | 57.735 kr. | 77.666 kr. |
Fyrir 5 stunda vistun | 72.666 kr. | 95.352 kr. |
Fyrir 6 stunda vistun | 86.424 kr. | 111.865 kr. |
Fyrir 7 stunda vistun | 101.047 kr. | 129.243 kr. |
Fyrir 8 stunda vistun | 115.480 kr. | 146.432 kr. |
Fyrir 8,5 stunda vistun | 122.102 kr. | 155.809 kr. |
Fyrir 9 stunda vistun | 129.911 kr. | 166.373 kr. |
Ef um hálfrar stundar vistun er að ræða greiðast kr. 7.217 fyrir hverja hálfa stund.
Leggja skal fram fjölskylduvottorð í tilviki einstæðra foreldra og námsvottorð skóla í tilviki námsmanna.
Greiðslufjárhæð til einstæðra foreldra og námsmanna er háð tímabundnu ákvæði í Gjaldskrá leikskóla um
hækkun á afslætti einstæðra foreldra og námsmanna sem er 40% og gildir til ársloka 2023.
Foreldrar, sem hafa tvö eða fleiri börn í leikskólavist, fá 50% afslátt af grunngjaldi fyrir hvert barn umfram
eitt. Það á þó ekki við um foreldra sem njóta sérstakrar niðurgreiðslu samkvæmt B – lið.
Reglur þessar taka gildi 1. janúar 2023 og falla þá jafnframt úr gildi eldri reglur samþykktar í bæjarstjórn 18. janúar 2022.
Samþykkt í bæjarráði Garðabæjar
10. janúar 2023
Guðjón Erling Friðriksson,
bæjarritari.