Fyrstu tvær greiðslur barnabóta áætlaðar
Þær upplýsingar sem fréttastofa fékk frá starfsmanni innheimtudeildar sýslumannsins í Hafnarfirði voru að fyrstu tvær greiðslur ársins eru áætlaðar og byggja á staðgreiðsluskrá 2013 og skráningu í þjóðskrá 31. des.
Hjúskaparstaða, hversu mörg börn eru skráð í heimili, hvort fólk hafi verið á landinu og aðrir þættir geta haft áhrif.
Síðari tvær greiðslur ársins byggja á skattframtali 2014, sem getur þýtt að fólk þurfi að greiða hluta til baka eða fá greitt með öðrum opinberum gjöldum í ágúst, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}