Fyrsta hlaup­árs­dags­barn ársins kom í heiminn 00:13

Fyrsta hlaup­árs­dags­barn ársins kom í heiminn 00:13

Fyrsta hlaupársdagsbarn ársins kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík þrettán mínútum eftir að hlaupársdagur gekk í garð á miðnætti.

Samkvæmt upplýsingum frá ljósmóður á vakt var um að ræða dreng.

Um klukkan átta í morgun höfðu fjögur börn komið í heiminn á Landspítalanum það sem af er degi – tveir drengir og tvær stúlkur.

Hlaupár eru ár þar sem degi er bætt við almanaksár til að leiðrétta skekkju í tímatali en nánar má lesa um hvaða reglur gilda um slíkt á vef Almanaks Háskóla Íslands.

Í ársbyrjun 2023 voru samkvæmt Hagstofunni 234 einstaklingar sem eiga afmæli 29. febrúar.

Á meðal frægra manna sem hafa fæðst á þessum merka degi er bandaríski söngvarinn Ja Rule, samkvæmt visir.

oli
Author: oli

Vefstjóri