Fyrsta barn ársins kom í heiminn fyrir norðan
Inga Vala Jónsdóttir, ljósmóðir á vakt, segir í samtali við Vísi að um dreng hafi verið að ræða og að fæðingin hafi gengið vel. Þetta er annað barn foreldranna sem búa á Akureyri.
Samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni á Landspítalanum við Hringbraut kom fyrsta barn ársins þar í heiminn rétt fyrir klukkan sjö í morgun.
Fyrsta barn ársins 2017 kom í heiminn klukkan 0:03 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og vakti sérstaka athygli að móðir drengsins var sjálf fyrsta barn ársins 1980 , samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}