Foreldrar á Akureyri ánægðir

Foreldrar á Akureyri ánægðir

 

Ráðgert var að hætta að gefa börnunum kornmeti á morgnana um áramótin og bjóða þess í stað ávexti og grænmeti.
Foreldar gerðu fjölda athugasemda við þær ráðagerðir. Kynningarfundi sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ, segir að áfram verði leitað leiða til að draga úr kostnaði við rekstur skólanna. Leitast verði við að gera það í samvinnu við foreldra leikskólabarna. Kappkosta á að viðhalda fjölbreyttum og hollum mat á leikskólunum og sérfræðingar verða fengnir til að fylgjast með næringargildi máltíða og það birt með matseðlum á heimasíðum leikskólanna. Hrafnhildur P. Brynjarsdóttir er í stjórn foreldrafélags leiksskóla á Akureyri og hún segir að foreldrar séu alveg í skýjunum. Þeir voni að þetta verði endanleg niðurstaða. Illa hafi veirð staðið að þessu máli af bæjarins hálfu og upplýsingar verið mjög misvísandi.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri