Fólk skráð barnlaust og á rangt heimili

Fólk skráð barnlaust og á rangt heimili

 

Ekki hægt að skrá tvö heimili

Þjóðskrá hefur ekki möguleika á að skrá barn á tvö heimili af því að kerfið býður ekki upp á það. Sama vandamál skapast þegar annar makinn þarf að flytjast búferlum vegna vinnu sinnar, því samkvæmt lögum þurfa hjón að eiga sama lögheimili. Fólkið slítur því samvistum á pappírnum, einfaldlega vegna þess að annar möguleiki er ekki í stöðunni. Einn megintilgangur Þjóðskrár er að vita hvar fólk býr. Með lögum sem þessum má þó segja að verið sé beinlínis að hvetja fólk til þess að fara á svig við lögin, hvort sem það er að skrá sig úr hjónabandi eða að þykjast búa á öðrum stað en það gerir.

Engin blóðtengsl við foreldra

Blóðtengsl barna við foreldra sína er heldur ekki hægt að skrá með neinum hætti hjá Þjóðskrá. Þegar hjón skilja eða forsjá barns er skipt verður því að rjúfa tengsl annars foreldrisins við barnið í skráningunni, þar sem einungis er hægt að skrá eitt lögheimili.

Forsvarsmenn Þjóðskrár segja þetta afar slæmt því engin leið er til að ná í upplýsingar um líffræðilega foreldra barns án þess að skoða fæðingarskrár í frumritum. Þetta ræðst af því að Þjóðskrá styðst við þrjátíu ára gamalt tölvukerfi. Sigrún J. Guðmundsdóttir, forstöðumaður Þjóðskrár, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði að henni liði eins og hún gengi inn í fornöld þegar hún kæmi til vinnu.

Lítið hefur breyst í lagaumhverfi Þjóðskrár síðan 1952 þegar lög um hana voru sett. Það endurspeglast meðal annars í vandanum sem blasir við öllum þeim lykilstofnunum samfélagsins sem reiða sig á upplýsingar þaðan, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *