Finnsk og íslensk börn líklegust til að hreyfa sig

Finnsk og íslensk börn líklegust til að hreyfa sig

Þetta kemur fram í samnorræni vöktun á mataræði, hreyfingu og holdafari, en rannsóknin var unnin á síðasta ári.

 

Niðurstöður birtust á vef Landlæknis í liðinni viku. Ráðleggingar miða við að börn stundi minnst 60 mínútna miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu samtals á dag. Heilt yfir benda niðurstöðurnar til að aðeins um 44% norrænna barna á aldrinum 7-12 ára uppfylli þau viðmið. Norsk og sænsk börn eru síður líkleg til að uppfylla ráðleggingar um hreyfingu eða aðeins tæp 33% þeirra norsku og rúm 28% þeirra sænsku.

Þá kemur fram í könnuninni að í heildina verja norræn börn á umræddum aldri um 2-3 klukkustundum af frítíma sínum á dag í kyrrsetu við skjá, svo sem tölvu eða sjónvarp. Um 21% barnanna verja fjórum tímum eða meira af frítíma sínum á degi hverjum við skjáinn og líkt og drengir líklegri til að verja lengri tíma við skjáinn en stúlkur. Framtíðarsýn Norrænu aðgerðaáætlunarinnar er að 75% fullorðinna uppfylli lágmarksráðlegginar um hreyfingu og að öll börn á aldrinum 1-12 ára og að minnsta kosti 85% af börnum og unglingum á aldrinum 12-16 ára hreyfi sig í samræmi við ráðleggingar. Miðað við niðurstöður könnunarinnar er töluvert í að umrædd markmið náist, ekki síst hvað börnin varðar, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri