Fatasala á netinu færist í aukana

Fatasala á netinu færist í aukana

Á sama tíma dregur úr fatasölu í hefðbundnum verslunum á Íslandi. Ungt fólk segist nú versla meira af fötum í gegnum netið en í hefðbundnum verslunum.

 

Sala á fötum á Íslandi hefur dregist töluvert saman frá árinu 2008. Vísitala fataverslunar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur tekið saman, sýnir þetta.

Kaupin fara fram erlendis í meira mæli en áður, eftir því sem t.d. kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir Samtök verslunar og þjónustu. Mest er það fólk á aldrinum 18 til 24 sem kaupir fatnað og annan varning erlendis en helmingur svarenda í könnuninni sagðist síðast hafa keypt sér hversdagsfatnað í búðum annars staðar en á Íslandi.

Þá er verslun í gegnum netið sífellt að aukast. Fólk pantar sér fatnað að utan og fær sendan heim. Viðmælendur fréttastofunnar segja sumir að þeir kaupi meira af fötum með þessum hætti en í verslunum. Það sé mun hagstæðara. Álagningin sé minni en að vísu þurfi að greiða toll af því sem keypt er. Einn viðmælandinn nefnir sem dæmi að bolur, sem kostar 7 þúsund krónur í vinsælli tískuverslun hér á landi fáist fyrir 4 þúsund í netverslun, og jafnvel enn fallegri en sá sem keyptur er heima.

Fataverslanir á samskiptasíðum eins og Facebook hafa sprottið upp við hlið hefðbundinna netverslana. Með því að slá inn leitarorðið föt má finna tugi ef ekki hundruð síðna af öllum gerðum. Þar er til dæmis fólk að selur eigin notaðar flíkur í bland við rótgrónar verslanir. Þá er boðið upp á þjónustu þar sem fatnaður úr verslunum sem eru ekki hér á landi er sendur hingað gegn gjaldi.

Viðmælendur fréttastofu segja jákvætt að verslunin sé að færast í auknum mæli á netið. Þar sé svo ótal margt að finna og hvers vegna ekki fataverslanir líka? samkvæmt: ruv

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri