Faglærðir og ófaglærðir fá sömu laun

Faglærðir og ófaglærðir fá sömu laun

Hafa þeir farið fram á að ákvæðið verði fellt niður sem fyrst. Nokkuð er um að fagfólk sé ráðið til starfa við leikskóla Akureyrarbæjar á sömu launum og ófaglærðir.

 

Leikskólastjórar á Akureyri eru ósáttir við þetta og hafa farið fram á við skólanefnd bæjarins að þak á hlutfall fagmenntaðs starfsfólks verði fellt niður sem fyrst.

Haustið 2010 tóku skólayfirvöld á Akureyri þá ákvörðun í sparnaðarskyni að fagmenntaðir á leikskólum bæjarins séu að hámarki 90% starfsmanna. Þetta þýðir að í leikskólum þar sem 90% starfsmanna eða meira hafa fagmenntun hafa leikskólastjórar þurft að ráða ófaglært fólk þó svo faglærðir umsækjendur séu í boði.

Björg Sigurvinsdóttir, leikskólastjóri á Lundaseli, segir mjög erfitt fyrir leikskólastjóra að þurfa að neita fagmenntuðu fólki um vinnu þegar jafnframt er farið fram á að hæfustu umsækjendurnir hverju sinni séu ráðnir. Eins sé nokkuð um það að fagmenntað fólk sé ráðið til starfa á launum ófaglærða.

„Fólk hefur bara verið svo örvæntingafullt að fá vinnu við sitt hæfi að það hefur valið það að gangast inn á þetta. Það er skrýtin staðreynd en það er staðreynd. Það er bara verið að slíta hjartað úr leikskólastjóra, held ég, sem þarf að gera þetta, að ráða fagmenntað fólk ekki á rétt laun.“

Björg bendir á að 90% reglan sé líka sérlega dapurleg í ljósi þess að í vetur hafi starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins unnið að því að finna leiðir til þess að auka nýliðun í leikskólastéttinni. Það sé hinsvegar ekki mjög hvetjandi fyrir fólk að sækja sér þessa menntun ef ekki má ráða það til starfa, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri