Fæðingum með keisaraskurði fækkar

Fæðingum með keisaraskurði fækkar

Keisaraskurðum hefur fækkað á Íslandi en þeim fjölgar í nágrannalöndunum.

 

Árið 2003 voru keisaraskurðir 18,2 prósent fæðinga á Íslandi. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt. Árið 2010 voru þeir 14,6 prósent og árið 2011fimmtán prósent. Hildur Harðardóttir segir að markvisst sé unnið að því að beina sem flestum konum í eðlilega fæðingu ef þess sé nokkur kostur, „og þeim sem hafa áður fætt með keisaraskurði er boðið að fæða eðlilega í stað þess að fara aftur í keisaraskurð.“

Hildur segir að í eðlilegri fæðingu séu færri fylgikvillar en líka megi horfa á þetta út frá kostnaði. „Eðlileg fæðing án fylgikvilla kostar u.þ.b. 266 þúsund krónur, en keisaraskurður án fylgikvilla kostar 560 þúsund.“

Hver keisaraskurður getur kostað hátt í 900 þúsund krónur ef fylgikvillar koma upp. Árið 2011 voru framkvæmdir 539 keisaraskurðir og var kostnaðurinn við þá yfir 300 milljónir og þá er ekki reiknað með fylgikvillum. Fækkun keisararskurða á Íslandi er óvenjulegur árangur, samkvæmt ruv.

„Þetta er óvenjulegt ef við lítum til nágrannalandanna þar sem að tíðni keisaraskurða hefur verið upp á við jafnt og þétt á síðustu 10 árum eða svo. Við erum bara sátt við að hafa nokkurn vegin geta haldið í horfinu eða lækkað.“

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *