Fæðingardagurinn getur skipt sköpum
Námsárangur yngstu nemendanna er jafnframt líklegri til þess að vera lakari en þeirra eldri.
Að baki rannsókninni stendur Helga Zoëga, lektor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og nýdoktor í faraldsfræðirannsóknum á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York, ásamt Unni Valdimarsdóttur, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, og Soniu Hernández-Díaz, dósent við Harvard School of Public Health.
Rannsóknin var gerð meðal allra barna á Íslandi sem fæddust á árabilinu 1994-1996 og tóku samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Að baki liggja ópersónugreinanleg gögn um lyfjaávísanir og námsárangur hópsins, að sögn Helgu.
Rannsóknin leiddi í ljós að meðaleinkunnir í bæði stærðfræði og íslensku við níu ára aldur reyndust lægstar meðal yngstu barnanna í hverjum bekk en hækkuðu eftir því sem börnin fæddust fyrr á árinu. Þessi áhrif aldurs á námsárangur minnkuðu með tímanum en þeirra gætti þó enn við tólf ára aldur.
Helga telur niðurstöðurnar benda til að þegar kemur að því að meta hegðun og árangur barna í skóla ættu foreldrar, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk líklega að stilla kröfur í samræmi við þroska hvers barns. ?Við upphaf skólagöngu er þroskamunur oft töluverður á milli yngstu og elstu barna í bekk. Það sem kemur kannski á óvart er að þroskamunurinn virðist hafa áhrif á námsárangur barna langt fram eftir grunnskólagöngu þeirra. Þetta má hafa í huga þegar teknar eru ákvarðanir um ADHD-greiningu og lyfjagjöf,? segir Helga.
Helga telur mikilvægt að allar ákvarðanir um meðferð við ADHD séu teknar á einstaklingsgrundvelli. ?Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt fram á að börnum sem fá viðeigandi lyfjameðferð við einkennum ADHD snemma er síður hætt við að hraka í námi en börnum sem hefja meðferð seint. Þannig að það er ljóst að lyfjameðferð við ADHD er ekki af hinu slæma. Henni þarf bara að beita með skynsamlegum hætti,? segir Helga.
{loadposition nánar fréttir}