Fæðingarþjónusta verið skert

Fæðingarþjónusta verið skert

 

Á aðalfundi félagsins nýverið kallaði stjórn þess eftir skýrri stefnumótun um fæðingarþjónustu en fæðingarstöðum á landinu hefur fækkað úr sextán í átta á síðastliðnum sextán árum.

„Þessum litlu fæðingarstöðum hefur verið lokað eða þá þjónustan mikið skert, sem hefur valdið því að konur sem eru barnshafandi og fjölskyldur þeirra þurfa oft og tíðum að fara langan veg vegna fæðinga, ekki síst á veturna,“ segir Esther Ósk og bætir við: „Við lýsum yfir áhyggjum af þessari stöðu og köllum eftir heildrænni stefnu um þessi mál til hagsbóta fyrir allar fjölskyldur á barneignaaldri.“

Þá segir Esther að mikið álag sé á fjölskyldum skömmu fyrir fæðingu. Þann tíma eigi að nýta í andlegan undirbúning og hreiðurgerð fremur en í ferðalög sem geti valdið streitu og jafnvel árekstrum vegna skuldbindinga eldri barna og annarra fjölskyldumeðlima, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri