Endurgreiðslur lækka sífellt

Endurgreiðslur lækka sífellt

Endurgreiðslurnar eiga hinsvegar lögum samkvæmt að vera 75%.
Verðlagning tannlækna er frjáls og mismunandi á milli tannlækna. Samkvæmt lögum eiga Sjúkratryggingar Íslands að endurgreiða 75% af tannlæknakostnaði barna og öryrkja. Ellilífeyrisþegar fá 50-75% endurgreiðslu eftir því hvort þeir fá greidda tekjutryggingu eða ekki.
Gjaldskráin sem Sjúkratryggingar Íslands miða við hefur hinsvegar haldist óbreytt frá árinu 2004, þótt tannlæknar hafi hækkað gjaldskrár sínar á sama tímabili. Raunendurgreiðslan hefur því farið lækkandi síðastliðin ár og er í sumum tilfellum ekki nema um 40% í stað hins lögbundna 75 prósentuhlutfalls.
Þróunin sést glöggt á reikningum sem Sjúkratryggingar Íslands greiddu á tímabilinu janúar til júní árin 2008 – 2011. Um meðaltöl er að ræða. Endurgreiðsla á tannviðgerðum barna hefur lækkað um níu prósent á tímabilinu. Lækkkun á endurgreiðslu til öryrkja nemur um átta prósentum. Endurgreiðsla til ellilífeyrisþega hefur lækkað um tíu prósent, eða niður í 38%.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri