Endurbætur á leikvöllum í norðurbænum

Endurbætur á leikvöllum í norðurbænum

Endurbætur á leikvöllum í norðurbænumÍ Hafnarfirði eru fjölmargir og fjölbreyttir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra út frá ákveðinni forgangsröðun. Síðastliðnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á leik- og sparkvöllum víðsvegar um bæinn. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafa unnið að þessum verkefnum með verktökum.

Í ár hefur margt verið um að vera í endurnýjun á opnum leikvöllum hér í bænum, til að koma þeim í sitt besta stand. Meðal þeirra nýjustu í norðurhluta bæjarins, má nefna leik- og sparkvöllinn milli Breiðvangs og Heiðvangs sem og sparkvöllinn á milli Víðivangs og Hjallabrautar.

Leik- og sparkvöllur milli Breiðvangs og Heiðvangs

Skipt var um undirlag á leiksvæðinu settar gúmmíhellur og gervigras. Leiktækin voru einnig máluð og nýju gormaleiktæki var komið fyrir. Sparkvöllurinn, sem var malarvöllur áður með grófu yfirlagi, var lagður með fínna efni og síðan var hann þökulagaður sem og komið fyrir tveimur nýjum mörkum.

Sparkvöllur á milli Víðivangs og Hjallabrautar

Sparkvöllurinn sem var malarvöllur áður með grófu yfirlagi, var lagður með fínna undirlagi og síðan var hann þökulagaður og tveimur nýjum mörkum var komið fyrir á vellinum.

Tilvalið að prófa nýja velli

Við hvetjum íbúa til að kynna sér fjölbreytta leik- og sparkvelli á kortavef bæjarins. Það getur verið góð skemmtun fyrir fjölskylduna alla að prófa mismunandi velli og það milli hverfa.

Vinsamlega sendið allar ábendingar um það sem betur má fara, velli sem má taka fyrir næst og fleira, beint í ábendingagáttina okkar Ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar | Senda ábendingu (hafnarfjordur.is), samkvæmt Hafnarfjordur.

oli
Author: oli

Vefstjóri