Ekkert breyst hjá talmeinafræðingum

Ekkert breyst hjá talmeinafræðingum

Ekkert breyst hjá talmeinafræðingum

Ákvæðið enn inni
Þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tilkynnti að skilyrðin yrðu afnumin glöddust nýútskrifaðir talmeinafræðingar og bjuggust til að taka á móti börnum í þjónustu. Enn hafa Sjúkratryggingar Íslands þó ekki tekið ákvæðið út.

Brynhildur Þöll Steinarsdóttir, talmeinafræðingur segir samningaviðræður talmeinafræðinga og SÍ ganga hægt og illa. „SÍ er í raun með mjög óraunhæfar kröfur til talmeinafræðinga þannig að það hefur ekkert gerst í þeim málum.“

900 börn bíða þjónustu
Nýútskrifaðir talmeinafræðingar, sem auk námsins ljúka hálfs árs handleiðslu, geta ekki tekið til sín börn á stofu nema foreldrar greiði fullt gjald. Skilyrðið er að þeir hafi öðlast tveggja ára starfsreynslu hjá ríki eða sveitarfélögum til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum.

Á landsvísu bíða um níu hundruð börn eftir þjónustunni og segir Brynhildur það hafa mikil áhrif. „Þetta eru þau börn sem þurfa hvað mest á þjónustunni að halda sem að falla undir viðmið Súkratrygginga. Það er augljóst að snemmtæk íhlutun á sér ekki stað þegar börn þurfa að bíða í eitt til þrjú ár jafnvel.“

Börnin sem falla undir viðmið Sjúkratrygginga eru þau sem glíma við alvarleg talfrávik. Sveitarfélögin greiða fyrir þjónustu við börn með lítil frávik og því er auðveldara fyrir þau að komast að.

Þeir talmeinafræðingar sem hafa reynslu og eru með samning við Sjúkratryggingar hafa nóg að gera á meðan nýútskrifaðir talmeinafræðingar sitja með hendur í skauti. „Já, þar eru biðlistarnir mjög langir alls staðar og nóg að gera og börnin þau bíða og þess vegna er mjög mikilvægt að þetta tveggja ára ákvæði fari út úr samningum sem fyrst. Fyrir börnin,“ segir Brynhildur, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri