Einbirnum hættara við ofþyngd
Norsk rannsókn hafði áður leitt í ljós samband milli ofþyngdar og einbirna, að því er kemur fram á fréttavef Dagens Nyheter.
Vísindamennirnir í Gautaborg rannsökuðu 12.700 börn frá Ítalíu, Kýpur, Spáni, Ungverjalandi, Þýskalandi, Eistlandi, Svíþjóð og Belgíu. Rannsóknin er hluti af evrópsku verkefni sem nefnt er Idefics. Haft er eftir vísindamanninum Monicu Hunsbergar að því lengur sem barn hefur verið einbirni, þeim mun meiri sé hættan á að það verði of þungt.
Niðurstöðurnar sýna að einbirni í suðurevrópskum löndum verða oftar feitari en einbirni norðar í Evrópu. Á Ítalíu eru 41,9 prósent barnanna of þung en 9,5 prósent í Svíþjóð. Ástæður þess að einbirni verða feitari en önnur börn eru óljósar. Rannsaka á síðar þá þætti sem talið er að um geti verið að ræða. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að einbirni leika sér sjaldnar utandyra en börn sem eiga systkini og eru oftar með sjónvarp í svefnherberginu, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}