„Ég ætla að verða rafvirki alveg eins og pabbi minn“

„Ég ætla að verða rafvirki alveg eins og pabbi minn“

„Ég ætla að verða rafvirki alveg eins og pabbi minn“

 

Í tilefni dagsins afhenti Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, viðurkenninguna Orðsporið við hátíðlega athöfn í Björnslundi í Norðlingaholti. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu.

„Við erum að vekja athygli á því sem er að gerast í leikskólum landsins og þeirri menntun sem fer þar fram. Þetta er jú, eins og allir vita, fyrsta skólastigið,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.

„Mér finnst skemmtilegast að leika við aðra krakka,“ sagði hin fimm ára gamla Íris Thelma við Þórhildi Þorkelsdóttur í gær. Önnur svör voru til dæmis: „Lego.“ „Fara út að leika“ og „að skoða bækur.

Krakkarnir sem Þórhildur ræddi við voru ekki í vafa um hvað þau vildu gera í framtíðinni.

„Ég ætla að verða íþróttaálfur,“ sagði Birkir Máni, fimm ára.

„Ég ætla að verða löggumaður, ég ætla að vera lögga,“ sagði Atli Jökull, sem einnig er fimm ára.

„Ég ætla að verða rafvirki alveg eins og pabbi minn,“ sagði Andri, fimm ára.

„Ég ætla að verða söngvari og keppa í Eurovision þegar ég verð stór,“ sagði Júlía Huld, sex ára, samkvæmt visir.

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri