EasyJet flýgur til Íslands í vetur
Sala á flugferðum milli áfangastaðanna tveggja í sumar, fór af stað af miklum krafti og það gefur tilefni til aukinna umsvifa á þessum markaði.
Í nóvembert tilkynntu talsmenn easyJet að þeir myndu hefja reglulegt áæltunarflug milli Bretlands og Íslands á vormánuðum og fram yfir sumarið. Fyrsta flugvél félagsins er væntanlega hingað til lands 27. mars samkvæmt vísir.is.
Forsvarsmenn félagsins hafa nú ákveðið að auka umsvif sín í flugi hingað til lands og bjóða upp á flug allt árið um kring. Hugh Aitken, talsmaður flugfélagsins, segir að þær bókanir sem þegar sé búið að ganga frá skiptist jafnt milli áfangastaðanna tveggja. Það stefnir í harða samkeppni á flugi milli Lundúna og Keflavíkur þegar fjögur flugfélög munu bjóða ferðir milli þessara staða allt árið um kring, WOW air, Icelandair og Iceland Express auk EasyJet.
{loadposition nánar fréttir}