Dásamlegur dagur
Drottningin Margrét Þórhildur heimsótti þau á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn ásamt Hinriki prins. „Þetta er dásamlegur dagur,” sagði hún. Spurð hverjum börnin líktust sagði hún að þau líktust hvort öðru. Hinrik sagðist stoltur og glaður yfir fæðingu tvíburanna. Bætti hann við í léttum dúr að Friðrik og María skyldu ekki halda að hann ætlaði að passa þá ef þau þyrftu að bregða sér frá.
Tvíburarnir eru fyrstu konunglegu tvíburarnir sem fæðast í Danmörku síðan 1626. Strákurinn fæddist á undan en stelpan fylgdi í kjölfarið tæpum hálftíma síðar. „Þetta er kraftaverk,” sagði Friðrik eftir fæðinguna. „Nú þarf að hafa auga með tveimur litlum hjörtum.”
María og Friðrik gengu í hjónaband árið 2004. Þau eiga fyrir tvö börn, hinn fimm ára Kristján og hina þriggja ára Isabellu.
{loadposition nánar fréttir}