Danir fara á allt að 10 stefnumót á viku

Danir fara á allt að 10 stefnumót á viku

Þetta er niðurstaða könnunnar sem danska stefnumótavefurinn zoosk gerði meðal notenda sinna. Í ljós kom að 96% þeirra sem eiga síðu á vefnum fóru á þrjú stefnumót að jafnaði í hverri viku. Sumir virðast hafa algerlega tapað sér í þessu nýja æði og fara á tug stefnumóta vikulega.

Samkvæmt könnuninni virðist málið með þessum stefnumótafjöldi ekki endilega vera að finna hina einu réttu eða hinn eina rétta. Markmiðið er mun frekar að daðra við hitt kynið og skemmta sér. 

Þannig segja rúmlega 44% karlanna og tæplega 46% kvennanna sem þátt tóku í könnuninni segja að þær séu ekki að leita að lífsförunaut þar sem fáir geti uppfyllt kröfur þeirra á því sviði. Þessir einstaklingar eru á netstefnumótasíðum eingöngu til að daðra og hafa gaman af því. 

Af nógu er að taka því samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Danmerkur eru yfir 300.000 einhleypir Danir að leita að ástinni á dönskum vefsíðum.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *