Bumbo-stólar innkallaðir

Bumbo-stólar innkallaðir

Ekki er vitað um alvarleg slys hér á landi þar sem þessir stólar koma við sögu.

 

Bumbo stólarnir eru ákaflega vinsælir og finnast á mörgum íslenskum heimilum. Nú hefur framleiðandi stólanna ákveðið að bjóða upp á öryggisbelti fyrir stólana og límmiða þar sem rétt notkun stólanna er ítrekuð.

Þetta er gert í kjölfar nokkurra slysa þar sem börn hafa dottið úr stólunum og meiðst. Í tilkynningu frá bandarísku Neytendastofuninni er fólk hvatt til þess að hætta notkun þeirra nú þegar og útvega sér öryggisbúnaðinn. Innköllunin gildir aðeins í Bandaríkjunum og Kanada þar sem öryggisreglur eru aðrar en í Evrópu, samkvæmt ruv.

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á börnum í Bumbo stólum hér á landi og flest slys ytra hafa orðið þegar fólk notar stólinn vitlaust. „Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að nota þennan búnað að það stilli honum aldrei upp á stól , borð eða háan flöt því það segir sig sjálft að það er ávísun á mjög alvarlegt slys,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri barnaslysavarna. Íslenskur innflytjandi Bumbo stólanna segir að þó innköllunin eigi ekki við hér á landi verði öryggisbúnaðurinn fáanlegur hjá dreifingaraðilum eftir nokkrar vikur. Þá geta eigendur Bumbo stóla einnig pantað hann sér að kostnaðarlausu á vefsíðunni www.bumbo.com.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri