Búa til uglur úr gömlum nótnabókum

Búa til uglur úr gömlum nótnabókum

 

Við höfum alltaf verið að dúllast í höndunum og okkur í hug að opna vefverslun og sjá hvort einhver hefði áhuga á vörunum. Fyrst og fremst fórum við að gera hluti fyrir okkar börn en Koddakrílapælingin kom upp á yfirborðið því við vildum að börnin gætu fengið eitthvað annað en púðakríli með blá augu og hvíta húð.

Ég á sjálf tvo ættleidda syni og eitt koddakrílið lítur eiginlega bara eins út og sonur minn, “ segir Margrét Sigrún Höskuldsdóttir glöð í bragði.
Systurnar Margrét Sigrún og Kristín Ragna Höskuldsdætur vinna sem leikskóla- og grunnskólakennarar en ákváðu í lok síðasta árs að opna vefverslunina Skeggi.is og selja handverk sitt.

„Við erum með þetta í heimahúsi og seljum á netinu og í tveimur búðum, Fiðrildinu og Púkó og smart.

Nú eru vinsælustu vörurnar okkar farnar að vera fyrir mömmurnar eða heimilið en hreindýraóróarnir hafa verið mjög vinsælir,“ segir Margrét og heldur áfram: „Við búum einnig til uglur úr gömlum nótnabókum og landakortum.

Þetta er allt handútskorið og svo skreytum við með perlum en það eru ekki margar eins. Á sum landakortin er búið að krota, sem okkur finnst bara aðlaðandi og ef fólk er hrifið af þessu þá er það bara bónus.“

Nafnið á netversluninni er komið frá fjalli í Arnarfirði sem stendur fyrir ofan bæinn þar sem faðir þeirra fæddist. Margrét segir fjallið Skeggja standa sterkt eins og hnífsblað og hafi nafnið mikla merkingu fyrir þær systur, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri