ostur

Brjóstamjólkurostur á matseðli

Angerer seilist ekki um hurð til loku þegar hann aflar hráefnis í ostinn, því eiginkona hans, Lori Mason, sem rekur veitingahúsið með honum, lætur það í té. Mason mjólkar svo vel að Arabella, dóttir hjónanna, þarf ekki nema hluta þess sem í brjóstunum býr. Mason hefur því fryst mikið af mjólk. Sumt af því hefur hún gefið brjóstmjólkurbönkum líknarsamtaka, annað fer í ostagerð eiginmannsins.
Angerer segir ekki koma til greina að selja ostinn, gestir á Klee fái að bragða á honum án endurgjalds, óski þeir eftir því. Bragðið velti á því hvað eiginkonan leggi sér til munns; stundum sé það salt, stundum sætt og stundum kryddað. Þá hafi hann útbúið sérstakan rétt úr brjóstmjólkurosti, svonefnt amuse-bouche, úr ostinum, fíkjum og ungversku kryddi. Angerer segir auðvelt að framleiða ostinn. Til þess þurfi fjóra bolla af brjóstamjólk, salt, jógúrt og hleypi.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

 

 

 

 

 

oli
Author: oli

Vefstjóri