Beið þar til nýtt ár gekk í garð

Beið þar til nýtt ár gekk í garð

segir Einar Viðar Viðarsson, nýbakaður og stoltur faðir fyrsta barns ársins 2013. „Það er að vissu leyti betra að fæðast snemma á árinu, upp á skóla og svona, en þetta er auðvitað alltaf dásamlegt, sama hvenær þau koma.”

 

Einar og kona hans, Berglind Hákonardóttir, eiga fyrir tvö börn; Hákon átta ára og Védísi fjögurra ára. Þau systkinin eiga afmæli í október og desember.
Litla stúlkan kom í heiminn klukkan 5.34 og gekk fæðingin vel, að sögn Einars.

„Við vorum komin á kvennadeild LSH klukkan tvö eftir að hafa keyrt frá Hvolsvelli,” segir hann. „Þetta gekk bara mjög vel í alla staði.”

Nýársbarnið var 14 merkur og 49,5 sentimetrar að lengd. Litla stúlkan er enn ekki komin með nafn. „Nú fer maður bara í það að hugsa,” segir Einar, sem var á leið á Selfoss með nýstækkaðri fjölskyldunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Þar ætla hjónin að hvílast á sjúkrahúsi með dótturina eina nótt áður en þau halda heim á Hvolsvöll.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri