Barnabætur hækka

Barnabætur hækka

Ríkisstjórnin samþykkti breytingu á úthlutunarreglum barnabóta við álagningu á föstudag að tillögu Oddnýju G Harðardóttur fjármálaráðherra.

 

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytir segir:

Tillögurnar, sem ríkisstjórnin samþykkti 28. september sl. eru eftirfarandi:
Viðbót vegna barna yngri en 7 ára hækkar úr 61.191 kr. á ári í 100.000 kr. Tekjuskerðingarmörk verði hækkuð úr 1.800.000 kr á ári fyrir einstæða foreldra í 2.400.000. Sams konar mörk fyrir foreldra í sambúð verði hækkuð úr 3.600.000 kr á ári í 4.800.000. Þessi hækkun tekur mið af örorkubótum og verður til viðmiðunar í húsnæðisbótum enda mikilvægt að félagsleg stuðningskerfi talist við í viðmiðunarmörkum. Upphæðir barnabóta (annarra en bóta vegna barna yngri en 7 ára) verði hækkaðar um 10%.

Framangeind ráðstöfun er í góðu samræmi við athugasemdir sem gerðar eru í nýrri skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu. Þar er m.a. bent á nauðsyn þess að styðja betur við ungar barnafjölskyldur en skerðing barnabóta hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins fyrir fjórum árum.

Nauðsynlegt hefur verið talið að huga sérstaklega að kjörum ungra barnafjölskyldna í kjölfar efnahagskreppunnar. Unnið hefur verið að því að koma á samræmdum stuðningi við barnafjölskyldur með því að taka upp barnatryggingar sem ætlað er að leysa barnabætur af hólmi. Breytingar af þessum toga krefjast vandaðs undirbúnings.

Meðan þessu kerfi hefur ekki verið komið á verða barnabætur að mestu með óbreyttu sniði en taka þó engu að síður mið af framangreindum árherslum.

Nánar er fjallað um auknar barnabætur og útfærslu þeirra í meðfylgjandi kynningargögnum fjármála- og efnahagsráðherra sem og minnisblaði um barnabætur sem ríkisstjórnin samþykkti 28. september sl.samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *