Bannað að selja heimabakað

Bannað að selja heimabakað

Þessu komust nokkrar mömmur á Akureyri að, þegar þær vildu standa fyrir múffubasar um næstu helgi, til styrktar góðu málefni.

Kökubasarinn Mömmur og möffins var haldinn í fyrsta sinn í fyrra í Lystigarðinum á Akureyri í samvinnu við bæjarhátíðina Eina með öllu.  Hugmyndina á Auður Skúladóttir en hún ákvað að nýta bakstursáhuga sinn til góðs og hvatti aðrar mömmur til þess sama. Í fyrra seldust eitt þúsund heimabakaðar múffur og söfnuðust fjögur hundruð þúsund krónur sem runnu óskipt til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Mömmurnar fá þó ekki að endurtaka leikinn í ár því samkvæmt löggjöf um matvæli er bannað að selja hverskonar mat; kökur, smákökur eða sultur, sem framleiddur er í óvottuðu eldhúsi.

Auður segir að sér finnist þetta mjög leiðinlegt. Margar konur hafi hlakkað til að koma því þetta hafi verið vel lukkað. Gestirnir hafi jafnframt verið afar ánægðir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri