anna-og-alexander-vinslustu-nofnin

Anna og Alexander vinsælustu nöfnin

Á þessu ári hefur Mannanafnanefnd samþykkti sex ný eiginnöfn og hafnað þremur. Karlmannsnöfnin Elvis, Þórbjörn, Stapi og Kristofer hafa verið samþykkt sem og kvenmannsnöfnin Alida og Mundína. Þrjú karlmannsnöfn hafa á árinu ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar og eru það nöfnin Grimmi, Kjárr og Annarr með tveimur errum.

Ekkert af þessum nöfnum teljast þó til vinsælustu nafnanna á Norðurlöndunum, í vestur Evrópu eða Bandaríkjunum. Árið 2009 voru vinæslustu nöfnin á Íslandi Anna og Alexander. Í Noregi í fyrra voru vinsælustu nöfnin Emma og Lukas. Í Svíþjóð var í fyrra vinsælast að gefa stúlkum nafnið Maja og drengjum nafnið Oscar. Á fyrri helmingi síðasta árs voru visælustu nöfnin í Danmörku Ida og William. Í Finnlandi nutu nofnin Maria og Juhani mestra vinsælda í fyrra og í Þýskalandi voru það nöfnin Sofie og Maximilian. Frakkar voru hrifnastir af nöfnunum Emma og Lucas í fyrra. Spánverjar kusu árið 2009 oftast að gefa börnum sínum nöfnin Lucia og Daniel og Bandaríkjamenn notuðu oftast nöfnin Isabella og Jacob. Englendingar og Walesbúar voru hinsvegar hrifnastir af nöfnunum Olivia og Oliver í fyrra.

Það var norska dagblaðið sem tók saman vinsælustu nöfnin og studdist við upplýsingar frá hagstofum viðkomandi landa.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *