Amman gekk með og fæddi barnabörn sín

Amman gekk með og fæddi barnabörn sín

 

Dóttirin Ashley, er haldin sjúkdómi sem veldur því að hún getur ekki gengið með börn. Susie hefur áður verið staðgöngumóðir fyrir dóttur sína og fæddi stúlku í júní 2011.

Susie heyrði fyrst af þessum möguleika þegar hún var að horfa á spjallþátt í sjónvarpinu. Hún ákvað þá að athuga með möguleika á að gera þetta fyrir sóttur sína, svo hún og eiginmaður hennar gætu eignast börn saman.

Ashley móðir barnanna var í öll skiptin viðstödd fæðingu barna sinna. Hún segir börnin mikla blessun og kraftaverk. Hún hafi alltaf verið náin móður sinni og það hafi síður en svo breyst. Hún segist jafnframt vera þakklát fyrir þau sterku tengsl sem móðir hennar hefur nú við barnabörnin sín.

Susie segir að meðgöngurnar hafi gengið vel og verið áfallalausar, rétt eins og þegar hún gekk með sín eigin börn. Hún hélt góðri heilsu og starfaði áfram sem ritari á meðan á meðgöngunni stóð, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri