Aldur feðra skiptir máli
Þessar niðurstöður fengust með skoðun á erfðamengjum 78 íslenskra fjölskyldna þar sem greinst höfðu einstaklingar með einhverfu eða geðklofa. Tæplega 1.900 manns voru í samanburðarhópnum.
Í frétt frá deCODE segir Kári Stefánsson athyglisvert að niðurstöðurnar bendi til þess að aldur feðra við getnað skipti meira máli en aldur móður. Þetta gangi gegn því sem viðtekið sé, að hætta á þroskafrávikum velti á aldri móðurinnar. Hann skipti eingöngu máli í sambandi við Downs-heilkenni og önnur fágæt litningafrávik.
Rannsóknin bendir til þess að með hverju ári sem bætist við aldur föður við getnað fjölgar stökkbreytingum í erfðamengjum barna um tvær.
Meðalaldur feðranna í rannsókninni var tæp 28 ár. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að tíðni bæði einhverfu og geðklofa hækkar töluvert eftir því sem feður eru eldri. Meðalaldur feðra við getnað hefur hækkað. Hann er nú 33 ár og því velta rannsakendur því fyrir sér hvort hærri tíðni greininga á einhverfu megi rekja til hækkandi meðalaldurs feðra við getnað, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}