Afsláttur af leikskólum leggst af
Í Hafnarfirði hafa einstæðir foreldrar og námsmenn greitt tæplega átta þúsund krónum minna í hverjum mánuði fyrir átta tíma dvöl barns á leikskóla. Hafnarfjarðarbær hefur nú ákveðið að leggja lægri gjaldskrána af 1.febrúar. Þeir sem eru tekjulágir geta þó fengið afslátt af leikskólagjöldum, en þurfa þá að sækja sérstaklega um það. Þetta hefur ekki verið gert í íslensku sveitarfélagi áður. Gunnar Axel Axelsson, formaður Fjölskylduráðs Hafnarfjarðarbæjar nefnir sem dæmi að nú fær einstætt foreldri með milljón á mánuði afslátt af leikskólagjöldum.
{loadposition nánar fréttir}