Aðgerðarteymi tæklar manneklu í leikskólum borgarinnar
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að hlutverk aðgerðarteymanna verði að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum og styrkja vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla og frístundar.
Teymi vegna manneklu í leikskólum mun greina tillögur frá leikskólastjórum og kostnað við þær ásamt því að leggja fram tillögur að aðgerðum sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum. Skila á tillögum eigi síðar en 25. september næstkomandi.
Teymi vegna manneklu á frístundaheimilum á að móta tillögur um aðgerðir til að bæta stöðuna í ráðningarmálum í frístundastarfi borgarinnar. Það á einnig að leggja fram tillögur um viðbrögð og aðgerðir sem hægt verði að ráðast í á næstu vikum með það að markmiði að styðja við starfsmannahald í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum.
Í fréttinni segir jafnframt að enn sé óráðið í 96 stöðugildi í leikskólum borgarinnar, 8 stöðugildi í grunnskólum og 89 í frístundaheimilum/ sértækum félagsmiðstöðvum og eru það flest hálfar stöður.
60 leikskólakennara vantar inn í leikskólana, þar af 5 í stöðu deildarstjóra. Þá er óráðið í átján stöður stuðningsfulltrúa. Í liðinni viku vantaði 11 deildarstjóra, 55 leikskólakennara og 20 stuðningsfulltrúa. 23 leikskólar af 64 eru fullmannaðir.
Í frístundaheimili/sértækar félagsmiðstöðvar vantar 173 starfsmenn í tæplega 89 stöðugildi, þar af 55 starfsmenn í störf með fötluðum börnum og ungmennum. Yfirleitt er um 50 prósent störf að ræða. Sex frístundaheimili eru fullmönnuð, í 29 vantar einn til fjóra starfsmenn og í fjögur vantar fimm eða fleiri starfsmenn., samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}