41 sveitarfélag greiðir fyrir skólagögn
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarvaktinni sem hafði samband við öll sveitarfélög landsins í úttekt sinni. Maskína sá um framkvæmt könnunarinnar.
Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, segir að velferðarvaktin hafi lagt til að 31. grein grunnskólalaga um kostnaðarþátttöku verði endurskoðuð.
Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi leitt í ljós að upphæðirnar sem nemendur hafa þurft að greiða fyrir námsgögn séu mjög mismunandi, allt frá því að vera enginn og upp í rúmar 20 þúsund krónur á nemanda. „Velferðarvaktin telur að kostnaðarþátttaka barnafjölskyldna upp á tugi þúsunda króna fyrir skólagögn samrýmist hvorki anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna né grunnskólalaganna,“ segir Siv, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}