36 visur johannesar utanbokar

36 vísur Jóhannesar utanbókar

Þeir segja að það hafi ekki verið neitt mál að læra vísurnar utanað, það hafi einungis tekið þá 5 daga.

 

Það er fyrir löngu komin hefð fyrir því að elstu leikskólakrakkarnir í leikskólanum Hraunborg setji upp jólasýningu á árlegri jólahelgistund í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Í dag var þar engin undantekning á, því krakkarnir léku jólasveinana 13, foreldra þeirra, Grýlu og Leppalúða, að ógleymdum jólakettinum, við Jólavísur Jóhannesar úr Kötlum. Senuþjófarnir, að öllum öðrum ólöstuðum, voru sögumennirnir, tveir fimm ára snáðar sem fluttu jólavísurnar, allar þrjátíu og sex að tölu auk einnar um jólaköttinn, utanbókar, á meðan félagar þeirra léku listir sínar. Eftir sýninguna tók kórinn Litróf frá Fella- og Hólakirkju nokkur jólalög.

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri