fostur

17% völdu fóstureyðingu með lyfjum

Fóstureyðingar með lyfjum hófust á Íslandi í febrúar árið 2006 og nær rannsóknin frá þeim tíma og til júlí 2007.  246 konur gengust undir fóstureyðingu með þessari aðferð og í flestum tilvikum skilaði það árangri.  Konurnar voru á aldrinum 16 til 45 ára. Hjá 224 konum, eða í 91% tilvika, varð fullkomið fósturlát án þess að gera þyrfti aðgerð. Í nokkrum tilfellum þurfti að senda konurnar í aðgerð eða í tæplega 9% tilvika. Árangurinn er sambærilegur en þó aðeins lakari en nokkrar erlendar rannsóknir sýna. Samkvæmt þeim má næst  árangur í allt að 97-98% tilfella.

1417 konur gengust undir fóstureyðingu á Landspítalanum á rannsóknartímabilinu og völdu því rétt um 17% þeirra þessa leið samanborið við 50% í Svíþjóð og 46% í Danmörku.

Fyrstu fimm mánuðina eftir að farið var að bjóða þessa aðferð hér á landi völdu einungis tæplega 4% þeirra þessa leið. Síðan þá hefur orðið veruleg aukning og á seinna tímabili rannsóknarinnar fóru rétt um 21% kvenna í lyfjameðferð. Fáir fylgikvillar komu upp og var tíðni þeirra sambærileg við það sem þekkist annars staðar.

 

 

{loadposition nánar fréttir}

oli
Author: oli

Vefstjóri