10 barnafjölskyldur á leið í draumaferðina
Alls hafa um 270 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans, að fram kemur í tilkynningu. í dag var úthlutað styrkjum úr sjóðnum í 14. sinn.
Sjóðurinn Vildarbörn er fjármagnaður með eftirtöldum hætti: Með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Vildarklúbbi Icelandair sem geta gefið af Vildarpunktum sínum, eð söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair, sölu á vildarenglinum um borð í vélum Icelandair og söfnunarbaukum á Keflarvíkurflugvelli og söluskrifstofu Icelandair.
Nemendur Hagaskóla söfnuðu hálfri milljón
Nemendur og stjórnendur Hagaskóla voru viðstödd úthlutunina í dag, vegna söfnunarátaksins Gott Mál sem þau stóðu fyrir þann 24. mars síðastliðinn, en frá söfnun þeirra runnu 508.000 kr. til Vildarbarna.
Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var forstjóri Flugleiða og nú stjórnarformaður Icelandair Group, en Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeildum sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra barna með ýmsum hætti. Hún er nú í stjórn Vildarbarna Icelandair. Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en Sigurður Helgason er formaður stjórnar hans.
{loadposition nánar fréttir}