anabel 270x100 
naglavörur
Vefstjóri

Vefstjóri

Öll börn sem fara í 2 ½ árs og fjögurra ára skoðun heilsugæslunnar fara í gegnum málþroskaskimun sem ætlað er að fanga börn með slakan málþroska. Heilsugæslan vísar þeim börnum sem ekki standast skimunina við 2 ½ árs aldurinn til Heyrnar- og talmeinastöðvar til frekari greiningar á málþroska og í heyrnarmælingu. Börnum sem standast ekki málþroskaskimun við fjögurra ára aldur er hægt að vísa til Heyrnar- og talmeinastöð eða til sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga.

Ætla má að 2 – 19% barna á leikskólaaldri séu með seinkun eða frávik í málþroska (matið er misjafnt eftir rannsóknum; sjá Nelson, 2006). Sértæka málþroskaröskun er að finna hjá um 7,4% fimm ára barna (Tomblin, 1997) og er hún oft tengd erfiðleikum með lestrartilteinkun þegar barnið byrjar í skóla. Um 5% 5 – 6 ára barna eru með frávik í framburði (NIDC, 2008) og 4 – 5% barna á aldrinum tveggja – fjögurra ára stama (Andrews, 1984; Zebrowski, 2003).

Endurteknar eyrnabólgur og vökvi í eyrum geta haft áhrif á tal og málþroska barnsins og því er mikilvægt að það fái viðeigandi meðhöndlun. Ef grunur er um heyrnarskerðingu eða frávik í málþroska er mikilvægt að leita aðstoðar. Starfsfólk leikskóla er almennt vel meðvitað um eðlilegt málþróunar ferli ungra barna og hafa, í samráði við foreldra möguleika á að vísa barninu áfram til frekari greiningar. Einnig er hægt að leita til heimilis-, barna-, eða háls-, nef- og eyrnalæknis sem getur vísað barninu til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands í heyrnarmælingu og málþroskamats. Þá er hægt að panta tíma hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum sem meta stöðu barnsins og þörf þess fyrir leiðbeiningar og þjálfun.

Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands.

 1. Málþroskaröskun
 2. Framburðarröskun
 3. Stam
 4. Raddveilur
 5. Talþjálfun heyrnarskertra og fólks með kuðungsígræðslu
 6. Slök hljóðkerfisvitund
 7. Talþjálfun vegna skarðs í góm/vör
 8. Talþjálfun vegna tunguþrýstings
 9. Málstol (og verkstol)
 10. Þvoglumæli fullorðinna (í kjölfar heilablóðfalls eða sjúkdóma)
 11. Máltruflanir vegna taugasjúkdóma (Parkinsonssveiki, MS, MG, MND o.s.frv.) eða slysa (höfuðskaði)
 12. Kyngingartregða
 13. Talþjálfun vegna skertra boðskipta (t.d. einhverfir)

Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands.

0 – 3 mánaða

 • Hljóðmyndun ósjálfráð
 • Lýsir ánægju / óánægju með hljóðum
 • Hjalar
 • Brosir þegar það sér þig

4 – 6 mánaða

 • Leikur að hljóðum eykst
 • Byrjar að babbla; myndar hljóðarunur eins ogmamama, dadadada
 • Gefur í auknum mæli til kynna með röddinni þegar það er ánægt eða óánægt

7 – 11 mánaða

 • Babblið eykst og fjölbreytni hljóða verður meiri
 • Hermir eftir málhljóðum
 • Notar röddina til að fá athygli
 • Orð eða hljóðarunur eins og mamma og babba geta farið að bera í sér merkingu
 • Reynir að tjá sig með athöfnum og látbragði

12 - 17 mánaða

 • Eðlilegt er að það noti tvö til þrjú orð yfir persónur eða hluti en smám saman bætist við orðaforðann. Hvert orð getur haft fleiri en eina merkingu
 • Reynir að líkja eftir einföldum orðum

18 - 23 mánaða

 • Notar mest samhljóðin n, m, b, d, h með sérhljóðum
 • Segir allt frá 10 orðum upp í 90 (mikill einstaklingsmunur), t.d. skór, sokkar eða mjólk. Framburður enn óskýr og geta orðin hljómað semgó, þokka eða mokk
 • Hermir eftir nokkrum dýrahljóðum
 • Byrjar að tengja saman orð svo sem meira nammieða pabbi koma
 • Byrjar að nota einföldustu persónufornöfn eins ogmín eða minn"

2 – 2 ½ árs

 • Segir a.m.k. 50 orð (er jafnvel með um 400 orð við 2 ½ árs aldurinn)
 • Notar sjálft persónufornöfnin hann og hún
 • Setningar lengjast, t.d. úr mamma koma (um 2 ára) í mamma koma heim (um 2 ½ árs)
 • Notar fleiri samhljóð og framburðurinn skýrist smátt og smátt

2 ½ – 3 ára

 • Notar sjálft persónufornöfnin ég, hann og hún
 • Talar í a.m.k. þriggja til fjögurra orða setningum
 • Biður um hluti með spurningu, t.d. Bíllinn minn? eðaHvar húfan mín?
 • Notar fleirtölu orða eins og bílar, dúkkur, boltar
 • Notar ákveðinn greini, t.d. stelpan, húsið, fíllinn
 • Getur myndað flest málhljóð. Á það til að sleppa samhljóði fremst í orði þótt það geti myndað sama hljóð í miðju eða aftast í orði. Ræður oft ekki við r,  s,  og  þ
 • Einfaldar samhljóðasambönd, t.d. skip verður gip oghestur verður hehtu og elda verður enda
 • Gera má ráð fyrir að nánustu aðstandendur skilji að mestu tal barnsins

3 – 4 ára

 • Spyr oft hvar – hver – hvað spurninga
 • Getur útskýrt á einfaldan hátt til hvers við notum einstaka hluti, t.d. gaffal eða bíl
 • Getur svarað spurningum á borð við Hvað gerir þú þegar þér er kalt?  eða Hvað gerir þú þegar þér er mál að pissa?
 • Notar þátíð veikra sagna, t.d. hoppaði, labbaði
 • Endurtekur stuttar setningar
 • Stundum endurtekur barnið sama hljóðið eða orðið, einkum í upphafi setninga. Kallast „smábarnastam“.  Þetta á sérstaklega við um aldurinn milli 2 ½ - 3 ½ árs
 • Telur upp að 5 og þekkir talnagildin 1-3 (réttir þrjá bolta ef beðið er um)
 • Getur endurtekið þrjár tölur í röð, t.d. 5  7  1 eða 6  5  2 o.s.frv.
 • Langflest málhljóð komin en barnið einfaldar gjarnan flókin samhljóðasambönd, t.d. skríða verður gíða. Mörg börn hafa ekki náð tökum á  r,  s  eða  þ
 • Ókunnugir skilja mest af því sem barnið segir þegar það nálgast fjögurra ára aldurinn
 • Hefur a.m.k. 600 orð í orðaforða þegar nálgast fjögurra ára aldurinn
 • Notar -ði, og -di/ti þátíðarmynd, t.d. horfði, keypti(„kaupti“), týndi
 • Notar sterka beyginu þátíðar í vissum sögnum, t.d.var, datt, sá en notar þó veika beygingu sagna í flestum sterkum sögnum (t.d. lék verður leikti; hljópverður hlaupti o.s.frv.)
 • Notar flóknari fleirtölumyndir en áður, t.d. bækur, börn, blöðrur
 • Barnið getur tjáð sig um það sem það hefur verið að gera í leikskólanum eða heima hjá leikfélaga
 • Notar iðulega setningar sem innihalda fjögur eða fleiri orð

4 – 5 ára

 • Notar setningar sem innihalda nákvæmar upplýsingar, t.d. Amma mín á heima í gulu húsi með rauðu þaki
 • Mjög aukinn orðaforði
 • Notar í auknum mæli sterkar beygingar sagna, t.d.las, drakk en setur samt oftar veika beygingu í stað sterkrar (sjá 3-4 ára)
 • Getur útskýrt hvernig á að gera hluti, t.d. að teikna mynd eða gera sig kláran í háttinn
 • Útskýrir orð eins og Hvað er handklæði? eða Hvað erepli?
 • Svarar hvers vegna spurningum
 • Talið er orðið vel skiljanlegt. Þó vantar sum börn rog s. Viss samsetning hljóða flækist enn fyrir barninu, t.d. blaðra verður blarða, útvarp verðurúbart og kartafla verður karpatla. Vænta má að barnið hafi náð tökum á framburði þessara orða um fimm ára aldurinn

5 – 6 ára

 • Getur myndað a.m.k. átta orða setningar
 • Notar lengri og flóknari setningagerð (með aukasetningum og samtengingum, t.d. Þegar ég verð stór ætla ég að verða flugmaður og lögga)
 • Notar ímyndunaraflið til að bæta sögur sínar
 • Getur enn vantað r-hljóð. Fæst börn hafa náð tökum á hn eins og í orðinu hnífur

Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands

0 – 3 mánaða

 • Bregst við hljóðum
 • Þagnar eða brosir þegar þú talar til þess
 • Eykur eða minnkar sog sem viðbragð við hljóði

4 – 6 mánaða

 • Snýr höfði sínu á móti hljóðinu
 • Bregst við hljóðbrigðum í rödd þinni
 • Gefur gaum að leikföngum sem búa til hljóð
 • Gefur gaum að tónlist

7 – 11 mánaða

 • Skilur nei-nei
 • Hefur gaman að leikjum á borð við gjugg-í-borg
 • Snýr höfðinu markvisst í átt að hljóði
 • Hlustar þegar talað er til þess
 • Kannast við algeng orð eins og glas, skór eða mjólk
 • Byrjar að bregðast við þegar sagt er t.d. Komdu hingað eða Viltu meira?

12 - 17 mánaða

 • Skoðar leikfang eða bók í a.m.k. 2 mínútur
 • Fylgir einföldum fyrirmælum sem studd eru látbragði
 • Bregst við einföldum spurningum
 • Bendir á þekkta hluti, myndir og fjölskyldumeðlimi þegar það er spurt

18 - 23 mánaða

 • Bendir á líkamshluta eins og nefið, munninn eða hárið
 • Fer að hlýða á stuttar sögur, vísur og söngva
 • Fylgir einföldum fyrirmælum án bendinga eða látbragðs
 • Skilur einfaldar athafnir eins og að borða, að sofa (lúlla) eða að detta

2 – 2 ½ árs

 • Skilur forsetningar (afstöðuhugtök) á borð við inn íog ofan á
 • Skilur persónufornöfnin þú, mín, hans
 • Skilur lýsingarorðin stór, góður, vondur
 • Framfylgir fyrirmælum eins og Náðu í skóna þína

2 ½ – 3 ára

 • Barnið bregst við ef spurt er um hluti sem það þekkir en sér ekki, t.d. Náðu í boltann þinn og settu hann í kassann
 • Skilur mörg andstæð hugtök eins og heitt og kalt,upp og niður, inn og út
 • Skilur persónufornöfnin ég, þú, hennar o.fl.
 • Kann skil á grunnlitum eins og gulur,  rauður ogblár
 • Þekkir magnhugtökin allir og meira

3 – 4 ára

 • Nýtur þess í síauknum mæli þegar lesið er fyrir það – vill gjarnan heyra oft sömu söguna
 • Hefur gaman af vísum og fáránlegum fullyrðingum, t.d. hesturinn flaug hátt upp í loft
 • Flokkar hluti og hugtök á myndum, t.d. matur, föt, dót, krakkar
 • Þekkir flesta liti

4 – 5 ára

 • Skilur tiltölulega flóknar spurningar
 • Skilur mest af því sem talað er um heima og í leikskólanum

5 – 6 ára

 • Getur fylgt margþættum fyrirmælum og framkvæmt þau. Dæmi: Taktu stóra rauða boltann og settu hann við hliðina á bláa kassanum
 • Skilur og getur útskýrt  atburðarás (fyrst gerðist..., svo..., en síðast....)
 • Skilur og hefur gaman af rími og rímsögum eins ogTóta tætibuska, Handa Gúndavél o.fl.


Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands

Málþroski barnaFyrstu mánuðirnir og árin skipta sköpum í máltöku barna. Þau nema hljóð og orð úr umhverfinu og læra smám saman að greina á milli þeirra. Þess vegna er mikilvægt að þau heyri sem mest af móðurmálinu, jafnvel þótt ekki sé verið að tala beint til þeirra. Þegar foreldrar tala óspart við barn sitt styrkir það málskilning og orðaforða auk þess sem það eflir jákvæð tengsl við barnið.

Ef þú sem foreldri hefur grun um að málþróun barns þíns fylgi ekki dæmigerðum málþroska jafnaldra er oftast full ástæða til að taka mark á þeim grun. Upplýsingarnar sem hér birtast er ætlað að vera foreldrum, starfsfólki leikskóla og örðum þeim sem hafa áhuga á málþroska barna leiðarvísir um hver staða barna í málþroska er á mismunandi aldri. Veljið Þróun máls og tals hjá börnum til að fá upplýsingar um málþróun barna á mismunandi aldursskeiði.

Heimildir: Heyrnar og talmeinastöð Íslands

Rosalega sætt myndbandsflétta með littlum börnum að borða súrt, alveg frábær svipbriggðiBörn að borða súrt í fyrsta sinn

Sjónvarpsgláp tengt offitu barna

Áhættuhópur Ný rannsókn sýnir fram á að sjónvarpsáhorf ungra barna hefur áhrif á þyngd og úthald þeirra til lengri tíma litið.

Börn sem að horfa mikið á sjónvarp á aldrinum tveggja til fjögurra ára verða orðin þyngri en þau ættu að vera þegar þau ná tíu ára aldri.
Börn sem að horfa mikið á sjónvarp á aldrinum tveggja til fjögurra ára verða orðin þyngri en þau ættu að vera þegar þau ná tíu ára aldri. Þetta eru niðurstöður kanadískrar rannsóknar sem greint er frá á fréttavef BBC. Ekki er mælt með því að börn horfi lengur á sjónvarpið en tvo klukkutíma á dag því fyrir hverja umfram klukkustund á viku bætist hálfur millímetri við mittismálið.

Fylgst var með 1.314 börnum á aldrinum tveggja til fjögurra ára. Í upphafi horfðu þau að meðaltali í 8,8 klukkustundir á sjónvarpið á viku. Á næstu tveimur árum jókst meðaltalið um sex klukkustundir og við fjögurra ára aldur var meðaltalið komið í 14,8 klukkustundir á viku. Fimmtán prósent þeirra horfðu á sjónvarpið í átján klukkustundir á viku. Þau börn sem horfðu lengst á sjónvarpið höfðu mesta mittismálið við tíu ára aldur.

Mittismálið var ekki það eina sem var kannað heldur einnig styrkur og virkni barnanna. Börn sem höfðu horft mikið á sjónvarpið komu illa út úr því mati.

Nauðsynlegt þykir að rannsaka enn frekar sambandið milli sjónvarpsáhorfs og offitu barna. Matar- og hreyfivenjur lærast á þessum unga aldri og þess

vegna er sömuleiðis mikilvægt að fylgjast með hvaða upplýsingar börnin fá í gegnum sjónvarpið og tölvuna, samkvæmt vísir.

 

 

Njálgur - Upplýsingar til foreldra

Algengasta smitleið er frá fingrum upp í munn.

 

Einkenni:

 • Kláði við endaþarmsop (mest áberandi þegar barnið er komið undir sæng á kvöldin)
 • Svefntruflanir
 • Erting í leggöngum
 • Lystarleysi
 • Eirðarleysi
 • Njálgur er stundum einkennalaus.

Greining:

 • Felst í því að finna orma og/eða egg við endaþarmsopið. Ormarnir sjást með berum augum eins og litlir hvítir þræðir við svæðið kringum opið og einnig í saur.
 • Best er að skoða endaþarmsopið þegar barnið finnur fyrir einkennum og nota til þess vasaljós. Hægt er að setja límband við endaþarminn og þá festast eggin á og hægt er að staðfesta smit með rannsókn ef þörf er á.

Meðferð:

 • Tvö lyf er hægt að nota við meðhöndlun á njálg, annað er selt í lausasölu en hitt er lyfseðilsskylt.
 • Meðhöndla þarf alla fjölskylduna.
 • Handþvottur mjög mikilvægur, sérstaklega eftir salernisferðir og fyrir mat.
 • Almennt hreinlæti, tíðari þvottur á salerni, krönum, baðkörum, hurðarhúnum og leikföngum.
 • Klippa neglur vel því þá festast eggin síður undir þeim.
 • Þvo föt og rúmföt við minnst 60°hita.
 • Dagleg nærfataskipti.


Hvað er hægt að gera til að forðast njálg?

 • Almennt hreinlæti; handþvottur mjög mikilvægur.
 • Forðast að vera með hendur upp í munni og setja leikföng og annað upp í munninn.
 • Reglulegur þvottur á leikföngum

 

 

Lús - Upplýsingar til foreldra

Allir geta fengið lús og lúsasmit er ekki merki um óþrifnað.

 

Lúsin smitast nær eingöngu við beina snertingu. Það er sáralítil hætta á að smitast af umhverfinu en það er möguleiki að smitast af greiðum/burstum og höfuðfötum. Lús sem dottið hefur úr höfði verður fljótt löskuð og veikburða.

Leitið að lús hjá barni ykkar og öðru heimilisfólki reglulega samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum:

 • Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru.
 • Eggin/nitin eru eins og litlir hnúðar á hárinu. Nitin eru oft ljós, dökk eða silfurlit (tóm). Lúsin límir þau föst, þess vegna strjúkast þau ekki auðveldlega af hárinu.
 • Það er tiltölulega auðvelt að sjá fullvaxna lús, hún er 2-3 mm að stærð, oft grá, dökk eða ljósbrún. Hins vegar getur verið mjög erfitt að finna þær lýs sem eru nýkomar úr eggjunum, þær eru pínulitlar og hálfgegnsæjar.

Notið sérstaka lúsakamba sem fást í lyfjaverslunum. Til eru mismunandi tegundir af kömbum, t.d. sérstakir fyrir þykkt og sítt hár.

 • Greiðið í gegnum hárið.
 • Setjið hárnæringu í þurrt hárið (Landlæknir segir blautt hár)og dreifið henni vel um hárið.
 • Byrjið að kemba með kambinum við hársvörðinn og kembið vel út í hárendana, gerið þetta yfir hvítu blaði, spegli eða vaski með vatni.
 • Sé hárið sítt eða þykkt er betra að skipta hárinu upp og kemba hvert svæði fyrir sig.
 • Eftir hverja kembingu í gegnum hárið, er rétt að strjúka af kambinum með eldhúspappír til að tryggja að lús eða nit verði ekki eftir í kambinum.


Ef lús finnst í hári þarfnast það meðhöndlunar með sérstöku lúsameðali sem fæst án lyfseðils í lyfjaverslunum.

 • Tilkynnið lúsasmitið til skólans
 • Leitið að lús hjá öllum í fjölskyldunni, meðhöndlið aðeins þá sem eru með lús.
 • Fylgið leiðbeiningum um meðhöndlun nákvæmlega.
 • Endurtakið alltaf meðferðina með lúsameðalinu eftir 8 daga eða samkvæmt leiðbeiningum.
 • Ráðlagt er að kemba alla í fjölskyldunni daginn eftir meðferð (á 1. degi) til að athuga hvort meðferð hafi tekist. Ef lús finnst þarf að endurtaka meðferð strax.
 • Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur þ.e. á 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.
 • Ekki er nauðsynlegt að þrífa heimili eða fatnað sérstaklega.
 • Ráðlegt er að meðhöndla bursta, greiður, kamba, hárskraut og húfur vegna möguleika á smiti.
 • Hella skal sjóðandi vatni yfir og láta liggja í bleyti í 10-15 mín. eða frysta í 4-6 klst.
 • Ef þið þurfið nánari upplýsingar, vinsamlega hafið samband við skólahjúkrunarfræðing.

 

 

Kláðamaur - Upplýsingar til foreldra

Helstu smitleiðir eru við nána snertingu milli manna

Helstu einkenni:

Kláði, sérstaklega að nóttu til.
Mjóar rauðar rákir á húðinni.
Útbrot og afrifur á húð vegna klórs.
Einkenni geta komið nokkrum vikum eftir fyrstu sýkingu, en eftir endurteknar sýkingar kemur kláði eftir nokkra daga. Kláðinn getur haldið áfram í nokkrar vikur eftir rétta lyfjameðferð.

Greining:

Greining fer fram hjá lækni.

Meðferð:

Hverfur ekki af sjálfu sér og þarfnast því alltaf meðferðar.
Lyfjameðferð í samráði við lækni og fylgja leiðbeiningum vel.
Venjulega er ein lyfjameðferð árangursrík en þó má endurtaka meðferð eftir 7-10 daga ef þörf er á.
Mikilvægt að bera mýkjandi krem á líkamann daginn eftir meðferð og eftir þörfum.
Kláði getur varað í allt að 6 vikur eftir meðferð og því eru oft notuð kláðastillandi lyf samtímis.
Mikilvægt að öll fjölskyldan fái samtímis meðferð þó einkenna sé ekki vart.
Ráðleggingar:

Þvo föt, handklæði, sængurföt, greiður, bursta og annað sem kemst í snertingu við líkamann úr 50° heitu vatni, minnst 15 mínútur.
Þau efni sem ekki má þvo úr svo heitu vatni ætti að setja í lokaðan poka í 2 vikur.
Gott að klippa neglur hjá börnum með smit og ef til vill láta þau sofa með hanska.
Daginn eftir meðferð má barn fara aftur í skólann.
Hvað er hægt að gera til að forðast kláðamaur?

Gott að minna börn á að fá ekki lánuð föt, trefla og þess háttar hjá öðrum.

Fylgjast með einkennum á þeim svæðum sem kláðamaurinn herjar á, það er:

 • Milli fingra, greipar og handarbök
 • Úlnliði og olnboga
 • Undir höndunum
 • Húðin umhverfis naflann
 • Geirvörtur kvenna
 • Kynfæri karla
 • Innanverð læri og mitti

 

 

Page 3 of 7