Thursday, 12 April 2018 20:06

Hafnarfjörður

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Foreldrar hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Mælt er með að foreldrar tali við tvo eða fleiri dagforeldra áður en ákvörðun um vistun er tekin. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur gæslusamnings milli foreldra og dagforeldris er einn mánuður og skal uppsögn miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Fyrsti gæslumánuður er reynslutími.

Hafnarfjarðarbær niðurgreiðir vistun hjá dagforeldrum utan Hafnarfjarðar, kjósi foreldrar að fara með börn sín til dagforeldris utan Hafnarfjarðar.

Reglur um greiðslur til dagforeldra

Reglur Hafnarfjarðar við útgáfu starfsleyfa til dagforeldraReglur Hafnarfjarðar við útgáfu starfsleyfa til dagforeldra

Vistunarsamningur Vista skjalið svo hægt sé að fylla það út.
Hægt er að vista skjalið með að hægri smella á tengil og velja save as eða save target

Samningur um vistun barns hjá öðrum en dagforeldri

Breyting á vistun barns

Uppsögn á vistun barns hjá dagforeldriUppsögn á vistun barns hjá dagforeldri

Gjaldskrá

Daggæsla í heimahúsum

Starfsleyfi dagforeldra

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi aðilar og starfa samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fjallar um og veitir starfsleyfi til dagforeldra, að uppfylltum skilyrðum. Skrifstofa fræðslu og frístundaþjónustu hefur umsjón með og sinnir lögbundnu eftirliti með starfsemi dagforeldra.

Val á dagforeldri

Á heimasíðu Hafnarfjarðar er að finna lista yfir starfandi dagforeldra og hafa foreldrar sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Mælt er með að foreldrar tali við tvo eða fleiri dagforeldra áður en ákvörðun er um vistun er tekin. Þegar dagforeldri er valið gera viðkomandi aðilar samninga sín á milli. Annarsvegar er undirritaður dvalarsamningur við dagforeldri og hins vegar samningur vegna niðurgreiðslu Hafnarfjarðarbæjar. Mikilvægt er að kynna sér vel skilmála í dvalarsamningi sem og „reglur samtaka dagforeldra.“

Gjaldskrá

Gjaldskrá dagforeldra er frjáls en Hafnarfjarðarbær greiðir niður vistgjaldið samkvæmt ákveðnum reglum sem ákvarðaðar eru af bæjarstjórn. Niðurgreiðslur eru greiddar frá lokum hámarksréttar til fæðingarorlofs. Foreldrar í sambúð geta sótt um niðurgreiðslu þegar barn er orðið 9 mánaða en einstæðir þegar barn er orðið 6 mánaða. Sjá má reglur og upphæðir niðurgreiðslu á vef Hafnarfjarðar.

Eftirlit

Eftirlit með starfsemi dagforeldra er í samræmi við 35. grein reglugerðar 907/2005 og felst það í reglulegum óboðuðum heimsóknum til hvers og eins dagforeldris. Einnig er viðhorfskönnun gerð reglulega þar sem óskað er eftir upplýsingum frá foreldrum um viðhorf þeirra til daggæslunnar.

Vakin er athygli á að foreldrar barna í daggæslu hafa bestu aðstöðuna til að fylgjast með starfsemi dagforeldra þar sem þeir eru í daglegu sambandi við þá. Ef foreldri er ósátt við eitthvað í daggæslunni er mælt með því að ræða það við dagforeldrið sjálft og reynt að leita lausna í sameiningu. Ef foreldri hefur áhyggjur af heilsu barns eða aðbúnaði í daggæslunni ber að snúa sér til daggæslu fulltrúa. Foreldrar geta leitað til hans með umkvörtunarefni og rætt við hann um daggæsluna í fullum trúnaði.

Skyldur dagforeldra

Dagforeldri ber ábyrgð á barni á meðan á dvöl hjá því stendur og skal hlúa að andlegri og líkamlegri velferð þess í víðtækasta skilningi. Þetta á jafnt við um fæðuval, leiki, leikföng, hreyfingu, útiveru, tilfinningalíf og félagslegan líðan barns. Dagforeldri ber að upplýsa foreldra um hvernig dagurinn gengur fyrir sig og veita allar þær upplýsingar sem við koma barninu.

Dagforeldri er skylt að stuðla að öryggi barna í hvívetna og fara að ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfisskilyrða sem um starfsemina gilda.

Skyldur foreldra

Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er alltaf á ábyrgð foreldra.

Mikilvægt er að foreldrar kynni sér vel aðstæður hjá dagforeldri og hvernig daggæslunni verði háttað. Þeir skulu upplýsa dagforeldri hverjar séu daglegar venjur barnsins og að sama skapi skal dagforeldri upplýsa um dagsskipulag s.s. mataræði svefntíma og leik- og svefnaðstöðu.

Mikilvægt er að foreldrar virði umsaminn vistunartíma og láti vita ef einhver annar en foreldri sæki barnið.

Foreldrum ber að tilkynna dagforeldri um tilfallandi veikindi barns og óheimilt er að koma með veikt barn í daggæslu. Einnig skulu foreldrar upplýsa dagforeldri um verði breytingar á högum barns sem geta haft áhrif á líðan þess að mati foreldra. Í samskiptum sínum við dagforeldri skulu foreldrar virða það að um heimahús er ræða.

Ráðgjöf

Daggæslufulltrúi hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra og hefur aðsetur á skrifstofu Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk hans er að vinna úr starfsumsóknum og niðurgreiðsluumsóknum og veita dagforeldrum faglega ráðgjöf frá degi til dags. Ráðgjöf fer einnig fram í reglulegum heimsóknum til dagforeldra sem farnar eru tvisvar sinnum á ári. Jafnframt eru haldnir fundir með dagforeldrum árlega og einnig skipuleggur Skrifstofa fræðslu og frístundaþjónustu endurmenntun í slysa- og brunavörnum reglulega.

Aðlögun

Mikilvægt er að gefa barni góðan tíma til aðlögunar og vanda vel til hennar. Það er einstaklingsbundið hversu langan tíma barn þarf til aðlögunar. Foreldrar og dagforeldri þurfa að koma sér saman um fyrirkomulag og ákveða í sameiningu hvað hentar best fyrir barnið.

 

Lesið 697 Sinnum Last modified on Thursday, 12 April 2018 23:34
Meira í þessum flokk « Kópavogur