Thursday, 12 April 2018 18:49

Kópavogur

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en Kópavogsbær sér um leyfisveitingar og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra.

Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna. Kópavogsbær greiðir framlag með börnum hjá dagforeldrum.

Listi yfir starfandi dagforeldra

Hvað kostar daggæslan?

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Gjaldskrá er frjáls og hvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá. Kópavogsbær greiðir ákveðna upphæð með hverju barni sem er vistað hjá dagforeldrum. Framlag með barni ræðst af hjúskapar- og námsstöðu foreldra. Sjá gjaldskrá.

 

Hvernig er sótt um framlag?

Dagforeldri og foreldri gera dvalarsamning og staðfesta með undirskrift. Dagforeldri sendir samninginn til daggæslufulltrúa Kópavogs sem einnig undirritar samninginn f.h. Kópavogsbæjar og skráir barnið í skráningarkerfi bæjarins. Sjá dvalarsamning.

Þegar vistun lýkur er dvalarsamningi sagt upp á þar til gerðu eyðublaði með undirskrift foreldris og dagforeldris. Sjá breytingablað.

Fyrirspurnir, ábendingar og ráðgjöf

Þú getur komið ábendingu eða kvörtun um þjónustu dagforeldra á framfæri við daggæslufulltrúa Kópavogsbæjar. Með kvartanir og ábendingar er farið samkvæmt Reglum Kópavogsbæjar um dvöl barna í heimahúsum.

Þér er einnig velkomið að leita ráða um það sem þér liggur á hjarta og varðar barnið þitt eða annað varðandi daggæslu.

Starfsleyfi dagforeldra

Kópavogsbær veitir daggæsluleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og dagforeldrar gera þjónustusamning við bæinn. Í fyrstu er leyfi veitt til eins árs og má dagforeldri þá hafa 4 börn samtímis í gæslu að meðtöldum eigin börnum undir 6 ára, að ári liðnu er veitt leyfi til 4 ára í senn og má þá dagforeldri hafa 5 börn í daggæslu. Sjá reglugerð.

Eftirlit og ráðgjöf

Dagforeldrar og foreldrar gegna ákveðnu eftirliti, en auk þess er eftirlit og ráðgjöf á höndum starfsfólks á menntasviði Kópavogs. Eftirlitsaðili fer a.m.k. í þrjár óboðaðar heimsóknir árlega til dagforeldra og daggæslufulltrúi fer að lágmarki í tvö skipti árlega í heimsóknir.

Dagforeldrar skila skráningarblöðum mánaðarlega með upplýsingum um fjölda barna. Einnig er upplýsinga aflað einu sinni á ári með formlegum hætti hjá foreldrum um viðhorf þeirra til daggæslunnar hjá dagforeldrum.

Framlög vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

 

Lesið 590 Sinnum Last modified on Thursday, 12 April 2018 19:49
Meira í þessum flokk « Garðabær Hafnarfjörður »