Thursday, 12 April 2018 14:37

Garðabær

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Dagforeldrar annast gæslu barna í heimahúsum. Starfstími er virka daga og er dvalartími barna mismunandi en aldrei lengri en 9 tímar í senn. Starfsemi dagforeldra er háð leyfisveitingu leikskólanefndar Garðabæjar og byggja á þeim skilyrðum sem sett eru fram í reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Umsóknareyðublöð eru á íbúavefnum Mínum Garðabæ. Skilyrði þau sem Garðabær setur varðandi starfsleyfi til dagforeldra.

Listi yfir starfandi dagforeldra í Garðabæ.

Garðabær greiðir niður gæslu barna úr Garðabæ hjá dagforeldri. Markmiðið er að gera vistun hjá dagforeldri að raunverulegum valkosti fyrir foreldra ungra barna með því að kostnaður við hana verði sá sami og við leikskóladvöl.

Dagforeldrar eiga rétt á greiðslu til að bæta aðstöðu á heimilum sínum með tilliti til þarfa og öryggis þeirra barna sem þeir vista.

Reglur um vistun barna hjá dagforeldrum - upplýsingar til foreldra (pdf-skjal)

Reglur um aðstöðugreiðslur til dagforeldra (pdf-skjal)

Reglur um greiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum

Eyðublöð vegna vistunar barna hjá dagforeldrum

Systkinaafsláttur

Ef fleiri en eitt barn eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga foreldrar rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið.

Upplýsingar um systkinaafslátt.

Umsóknareyðublað um systkinaafslátt er á Mínum Garðabæ.

Viltu skapa þér atvinnu?
Upplýsingar um starf sem dagforeldri.

 

Lesið 553 Sinnum Last modified on Thursday, 12 April 2018 20:04
Meira í þessum flokk « Mosfellsbær Kópavogur »