Thursday, 12 April 2018 14:35

Mosfellsbær

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Skólafulltrúi hefur umsjón og eftirlit með dagforeldrum bæjarins, veitir þeim ráðgjöf og sér um leyfisveitingu til þeirra, svo og umsjón með gæsluvelli. Skólafulltrúi er ráðgefandi við bæjaryfirvöld um leikskólamál, sinnir erindum og hefur með höndum umsýslu og eftirlit er lýtur að leikskólum, dagforeldrum og gæsluleikvöll.

Daggæsla í heimahúsum.

Um daggæslu barna í heimahúsum gildir reglugerð nr. 907/2005, sem sett var með heimild í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Fræðslunefnd veitir leyfi til gæslu barna í heimahúsum í Mosfellsbæ og hefur eftirlit með starfseminni. Þeir einir sem hafa leyfi fræðslunefndar til slíkrar starfsemi hafa heimilid til að gæta barna og taka greiðslu fyrir. 
Skólafulltrúi er starfsmaður fæðslunefndar og hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra í Mosfellsbæ.

Lögð hefur verið áhersla á að dagforeldrar séu starfandi í öllum hverfum bæjarins.

Við upphaf vistunar barns hjá dagforeldri er gerður vistunarsamningur um vistun barns hjá dagforeldri. Í samningnum kemur fram hvenær barn byrjar vistun, vistunartíminn, mánaðargjald foreldra og niðurgreiðsla frá Mosfellsbæ til dagforeldris. Uppsögn á samningnum skal gerð með mánaðarfyrirvara.

Upplýsingar til foreldra um fyrirkomulag niðurgreiðslna

Lesið 789 Sinnum Last modified on Thursday, 12 April 2018 14:37
Meira í þessum flokk « Seltjarnarnes Garðabær »