Print this page
Wednesday, 11 April 2018 17:36

Reykjavík

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Í Reykjavík starfa um 140 dagforeldrar sem gæta barna frá 6 mánaða aldri. Þeir eru sjálfstætt starfandi, en borgin veitir þeim starfsleyfi og sinnir lögbundnu eftirliti með starfsemi þeirra.

Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna.

Niðurgreiðsla vegna barna hjá dagforeldrum.

Hvar má finna yfirlit um starfandi dagforeldra?
Lista yfir dagforeldra eftir hverfum má nálgast hér.

Hvar er sótt um daggæslu?
Þú sækir um vistun fyrir barnið hjá því dagforeldri sem þú velur. Kynntu þér einnig upplýsingar um dagforeldra á Foreldravefnum.

Hvað kostar daggæslan?
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi. Gjaldskrá er frjáls og hvert dagforeldri setur fram sína gjaldskrá. Reykjavíkurborg niðurgreiðir ákveðna upphæð með hverju barni sem er vistað hjá dagforeldrum. Niðurgreiðslan ræðst af hjúskapar- og námsstöðu foreldra.
Reglur um niðurgreiðslur til dagforeldra til útprentunar
Reglur um niðurgreiðslur má sjá hér.

Hverjir eiga rétt á niðurgreiðslu?
Til að njóta niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsum þarf barn að eiga lögheimili í Reykjavík. Ef foreldri er einstætt eða í námi geta niðurgreiðslur hafist við 6 mánaða aldur barns, en miðast annars við 9 mánaða aldur barna hjóna eða sambúðarfólks.

Hvernig er sótt um niðurgreiðslu?
Niðurgreiðslusamningur sem foreldrar gera vegna daggæslu í heimhúsum er gerður með viðkomandi dagforeldri sem hefur samningaeyðublöð til taks. Dagforeldri og foreldri staðfesta samning með undirskrift. Dagforeldri sendir samninginn til þjónustumiðstöðvar í því hverfi sem barnið er skráð í skráningarkerfi skóla- og frístundasviðs. Þegar vistun lýkur er niðurgreiðslusamningi sagt upp á þar til gerðu eyðublaði með undirskrift foreldris og dagforeldris.

Sjá reglur um niðurgreiðslur.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Þú getur komið ábendingu eða kvörtun um þjónustu dagforeldra á framfæri við daggæsluráðgjafa á þinni þjónustumiðstöð. Kvartanir þurfa að berast skriflega. Hægt er að óska nafnleyndar gagnvart dagforeldrum. Ef um kvörtun er að ræða ber að gefa upp nafn við daggæsluráðgjafa.

Lesið 511 Sinnum Last modified on Thursday, 12 April 2018 23:41
Vefstjóri

Nýjast frá Vefstjóri