anabel 270x100 
naglavörur
Wednesday, 22 May 2013 22:41

Móðurmjólk getur skemmt tennur

Skrifað af
Stjörnugjöf
(0 Stig)

Móðurmjólk getur skemmt tennurEkki er ráðlagt að hafa barn á brjósti lengur en átta til tólf mánuði, samkvæmt tannvernd Landlæknisembættisins. Árlega eru allt að 200 smábörn undir tveggja ára svæfð vegna alvarlegra tannskemmda af völdum sætrar brjóstamjólkur og annarra sætra og súrra drykkja að næturlagi.

Um leið og tennur koma í munn smábarna þarf að hafa hugfast að móðurmjólkin er sætur vökvi," segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Embætti landlæknis.

Um leið og tennur koma í munn smábarna þarf að hafa hugfast að móðurmjólkin er sætur vökvi," segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Embætti landlæknis.

Embættið bendir foreldrum á að gefa smábörnum vatn um nætur og aldrei sæta eða súra drykki.

"Móðurmjólk er vökvi eins og hver annar og við ráðleggjum mjólkandi mæðrum að draga vel úr næturgjöfum um tíu mánaða aldur. Ástæðan er sú að á nóttunni dregur mjög úr munnvatnsflæði og munnvatn er náttúruleg vernd gegn tannskemmdum. Því er varnarkerfi barna ekki í gangi þegar tennur þeirra liggja í sætri móðurmjólk um nætur."

Hólmfríður segir skilaboð um að móðurmjólk geti skemmt tennur hugsanlega ekki hafa verið nógu skýr.

"Móðurmjólk er besta næring sem völ er á fyrir ungbörn en hún hefur fengið að njóta vafans. Umræðan hefur verið lítil og ekki allir á eitt sáttir þegar kemur að neikvæðri umfjöllun um hana. Ég fullyrði hins vegar að eftir tíu til tólf mánaða aldur eigi börn ekki að vera á brjósti að næturlagi."

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með brjóstagjöf fyrstu tvö æviár barnsins.

"Allar áherslur í tannvernd og næringarráðgjöf mæla mót langri brjóstagjöf. Sökum þess að við höfum ekki enn náð saman um endanlegar ráðleggingar miðast þær við að móðurmjólk sé alfarið skipt út á aldursbilinu átta til tólf mánaða og eftir að tennur koma í munn sé næturgjöfum mjög stillt í hóf. Sumum kann að þykja það hörkulegt og vilja gefa barninu að drekka eins og það vill en við segjum nei. Það er einfaldlega ekki æskilegt að baða barnatennur í móðurmjólk né öðrum sætum vökvum á nóttunni. Þarna þarf að vera regla á hlutum því hætta skapast á alvarlegum tannskemmdum. Við erum í forvörnum og viljum koma í veg fyrir slík vandamál."

Hólmfríður segist vita að mörg börn liggi við hlið móður sinnar um nætur og drekki þegar þau vilja.

"Sú venja eykur stórlega hættu á tannskemmdum (e. baby bottle tooth decay) og því mikilvægt að halda tönnunum hreinum því góð tannhirða vegur upp á móti og styrkir tennurnar. Hér á Íslandi sjáum við mjög alvarlegar tannskemmdir hjá börnum yngri en átján mánaða. Að auki hafa skapast

enn frekari vandamál vegna siðs sem tíðkast meðal foreldra af erlendum uppruna sem gefa börnum sínum sætt te og safa í pela bæði á nóttu og degi. Hjá þeim börnum sjást mjög alvarlegar tannskemmdir."

Í fimm mánaða skoðun heilsugæslunnar fá foreldrar í hendur Bókina um barnatennurnar. Í bókinni kemur hvergi fram að móðurmjólkin sé skaðleg tönnum en þess í stað minnt á að með því að drekka mjólk í stað súrra drykkja og ávaxtasafa megi koma í veg fyrir skaðlega glerungseyðingu. Sú lesning gæti treyst mjólkandi mæður í vissu um að þær væru að gera börnum sínum gott.

"Ráðleggingar um brjóstagjöf að næturlagi hafa fylgt fræðslu í bæklingum og leiðbeinandi efni fyrir starfsfólk heilsugæslustöðva síðastliðin tíu ár. Svo er vafamál hvernig fræðslan hefur skilað sér til foreldra. Hins vegar er ljóst að skerpa þarf á því að móðurmjólkin er sætur vökvi."

Hólmfríður tók við starfi sínu hjá Embætti landlæknis fyrir áratug og vildi þegar auka fræðslu um hættu á tannskemmdum vegna móðurmjólkur.

"Þá mætti ég mismunandi viðhorfum á nokkrum stöðum, einkum meðal þeirra sem halda því fram að börn megi vera nær takmarkalaust á brjósti fram eftir aldri. Tannskemmdir vegna of sætra drykkja smábarna er staðreynd og árlega eru allt að 200 smábörn undir tveggja ára svæfð vegna alvarlegra tannskemmda. Það er of mikið og eiga sætir og súrir drykkir stærsta sök en móðurmjólkin líka, enda mörgum óupplýst vandamál.

Nálgast má fræðslu og myndbönd sem stuðla að bættri tannheilsu barna á landlaeknir.is og heilsugaeslan.is.

Heimildir: visir.is

Lesið 2029 Sinnum