Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs

Fagfólk í heil­brigðis­geiranum gerir talsverðar athugasemdir við fyrirhugað frumvarp um þungunarrof. Stærstur hluti umsagna fagfólks um frumvarpsdrögin snýr að því að fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna frá því sem nú gildir.

Read more: Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs

Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun leggja fram tillögu um breytingu á fjárframlögum til grunnskóla. Tillagan snýr í grunninn að því að sama fjárframlag fylgi hverju barni inn í grunnskóla, burt séð frá því hvort barnið gangi í sjálfstætt rekinn grunnskóla eða grunnskóla sem rekinn er af Reykjavíkurborg.

Read more: Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi

Ljósmæðranemar vinna launalaust

Fyrr á árinu sendu um 50 núverandi og verðandi ljósmæður frá sér áskorun til yfirvalda og óskuðu eftir að greitt yrði fyrir starfsnám í ljósmóðurfræðum. Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði telja alla eiga að fá greitt fyrir vinnu.

Read more: Ljósmæðranemar vinna launalaust

Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að grípa til aðgerða eins og að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín.

Read more: Óþarfi að beita hörku í bólusetningum barna

Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands

Tvívegis þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilunni í dag og vonast ljósmæður eftir því að nýtt tilboð verði á borðinu. Níu börn höfðu fæðst á Landspítalanum í gær þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Read more: Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands