×

Notice

Not all parameters set in plugin to display discussions
Aron og Hekla vinsælustu nöfnin
Deila

Vinsælustu nöfnin sem gefin voru börnum í fyrra voru Aron hjá drengjum og Hekla hjá stúlkum, samkvæmt samantekt Þjóðskrár. Alls var 30 sveinbörnum gefið nafnið Aron og næst kom nafnið Kári, 22 drengjum var gefið það nafn. Þriðja algengasta karlmannsnafnið var Brynjar.

Næstu karlmannsnöfn á listanum, yfir þau tíu algengustu í fyrra, voru Alexander, Óliver, Daníel, Guðmundur, Emil, Jóhann og Jökull.

Sautján stúlkum var gefið nafnið Hekla í fyrra og 16 stúlkum nafnið Embla. Í þriðja til fjórða sæti komu svo nöfnin Anna og Emilía. 13 stúlkum voru gefin þau nöfn. Þar á eftir koma nöfnin Alexandra, Bríet, Júlía, Sara, Andrea og Freyja.

Nöfnin Emilía og Alexander voru vinsælustu nöfnin sem gefin voru börnum hér á landi árið 2017.

Nánar má lesa um vinsælustu nöfnin í fyrra á vef Þjóðskrár, samkvæmt Ruv.