anabel 270x100 
naglavörur
×

Notice

Not all parameters set in plugin to display discussions
Smáforrit auðveldar samskipti við leikskóla
Deila

„Þetta snýst um að einfalda vinnu leikskólakennarans til að hann fái meiri tíma til að sinna því sem hann þarf að sinna. Ég er sjálf kennari og veit að við þurfum að spara tíma og skriffinnska getur tekið mikinn tíma,“ segir Anna Margrét Magnúsdóttir. Hún, ásamt manni sínum Branislav Dragojlovic, er á bak við snjallsímaforritið Kidsy. Þau eru nú í óðaönn að undirbúa komu þess á íslenskan markað.

Anna og Branislav þekkja það að eigin raun að stundum geti reynst erfitt að nálgast praktískar upplýsingar frá leikskólum.
Kidsy stendur fyrir orðin „kids“ og „easy“ og kom hugmyndin upp þegar stofnendur ráku sig á það hve erfitt getur verið að nálgast hagnýtar upplýsingar frá leikskólum. Iðulega þarf að sækja upplýsingarnar á mismunandi staði innan leikskólans, erfitt getur reynst að ná tali af starfsmönnum og flókið og tímafrekt að skrá sig inn á innra net.

„Kidsy leysir þetta vandamál með því að tryggja að upplýsingar berist fljótt og á öruggan hátt á milli leikskóla og heimila. Appið gerir notendum kleift að senda tölvupóst, hagnýtar upplýsingar, myndir, skilaboð og fleira í gegnum tölvur og snjalltæki. Appið á ekki að koma í veg fyrir persónuleg samskipti eða minnka þau, heldur auðvelda skipulagningu og upplýsingaflæði,“ segir Anna.

Áhersla er lögð á að skrá inn upplýsingar myndrænt. „Ef ungbarn fer að sofa ýtir til dæmis leikskólakennarinn á augnhnapp og þá koma þær upplýsingar myndrænt til forelda,“ segir Anna.

„Planið er að koma þessu á sem flesta leikskóla og bjóða dagmömmum þetta líka í byrjun, en seinna meir verður hægt að nota þetta hvar sem er, til dæmis á frístundaheimilum,“ segir Anna.

Hjónin fengu fyrst hugmyndina að forritinu fyrir fimm árum en fóru af stað fyrir nokkrum árum. Þau hafa nú þegar unnið til nokkurra verðlauna í Evrópu og fengu Evrópustyrk fyrir einu og hálfu ári.

Þau ætla á næstunni að að prufukeyra forritið í leikskólum á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku. Anna segir að þau ætli svo að nýta sér tengslanet sitt í Evrópu til að sækja á alþjóðlega markaði, samkvæmt visir.