anabel 270x100 
naglavörur
×

Notice

Not all parameters set in plugin to display discussions
Borða 5.500 sykurmola á ári
Deila

Breskir foreldrar eru hvattir til að velja hollari kost handa börnum sínum og nota til þess sérstakt smáforrit sem segir til um sykurinnihald.

Breska lýðheilsustofnunin (Public Health England, PHE) hvetur nú foreldra til að sækja sér sérstakt smáforrit sem segir til um sykurinnihald drykkja og matar. Frá þessu segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Með forritinu má skanna strikamerkingar á matvælum með snjallsíma og fá upp sykurinnihald vörunnar, annaðhvort í fjölda sykurmola eða í grömmum. Smá­ forritið eru hluti af herferð PHE, Change4Life, en með því vonast stofnunin til þess að sporna við tannskemmdum, offitu og sykursýki 2 og að forritið verði til þess að breskar fjölskyldur velji hollari kost.
PHE segir bresk börn borða þrisvar sinnum meira af sykri en ráðlegt er og að börn á aldrinum fjögurra til tíu ára innbyrði um 22 kíló af viðbættum sykri á ári. Það jafngildi um 5.500 sykurmolum eða meira en meðal fimm ára barn vegur. Dr. Alison Tedstone, aðalnæringarfræðingur PHE, segir það koma fólki á óvart hversu mikill sykur leynist í mat, til dæmis í mjólkurvörum og ávaxtadrykkjum, og hvetur fólk til þess að skipta sykruðum drykkjum út fyrir vatn eða léttmjólk. www.bbc.com, samkvæmt visir.